Phonak Motorsport

Heyrnarvarnir hannaðar með þarfir ökumanna bifhjóla í huga.

Lýsing

Phonak Motorsport heyrnarvarnirnar eru hannaðar með ökumenn bifhjóla í huga. Þeim er ætlað að stuðla að bættir akstursupplifun með því að draga verulega úr truflandi veg- og vindhljóðum. Þannig næst aukið akstursöryggi og ökumaðurinn getur betur einbeitt sér að akstrinum og umhverfinu. Heyrnarvarnirnar hindra að skaðlegur hávaði nái eyrum ökumannsins á meðan umferðahljóð, samtöl og samskipti í gegnum farsíma eða annan samskiptabúnað ná í gegn. Heyrnarvarnirnar draga úr lágtíðni vindhljóði, sem orsakar þreytu og skerta einbeitingu. Með heyrnarvarnirnar í eyrunum heyrir notandinn betur í vél og gírkassa hjólsins. Ávinningurinn er aukin einbeiting, vellíðan og þægindi.

Phonak Motorsport heyrnarvarnirnar eru framleiddar eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þær sitji þétt og þægilega. Í þeim eru dempunarsíur sem eru sérvaldar eftir heyrn og þörfum hvers og eins.

Það fer mjög lítið fyrir Phonak Motorsport heyrnarvörnunum og því er auðvelt að nota þær með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrum höfuðbúnaði. Það er mjög hreinlegt að nota heyrnarvarnirnar og auðvelt að þrífa þær með vatni.

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af dempunarsíum fyrir Phonak Motorsport heyrnarvarnirnar (sjá töflu í vörulýsingu sem pdf skjal hér fyrir neðan). Hægt er að fá heyrnarvarnirnar í mismunandi litum.

Phonak Motorsport heyrnarvarnirnar er einnig gott að nota á ferðalögum, þegar ferðast er með rútu, lest eða flugvél og alls staðar þar sem umhverfishávaði er of mikill.

Ef þarfir varðandi dempun breytast og þörf er á minni eða meiri dempun.