Phonak Music

Heyrnarvarnir sérstaklega hannaðar með tónlist í huga.

Lýsing

Starfar þú við tónlist eða ferð oft á tónleika og tónlistarhátíðir? Ef svo er þá er líklegt að þú sért í umhverfi þar sem hljóðstyrkur fer upp í 100-125 dB. Hefur þú upplifað suð fyrir eyrunum (Tinnitus) eftir tónleika eða bíósýningu?

Mikilvægt er að nota heyrnarvarnir til að komast hjá því að fá varanlega heyrarskerðinu og/eða eyrnasuð. Til samanburðar má nefna að samkvæmt vinnulöggjöf þurfa einstaklingar sem vinna í umhverfi þar sem hljóðstyrkur er 85 dB(A) að nota heyrnarhlífar til að koma í veg fyrir heyrnarskaða.

Phonak Music heyrnarvarnirnar eru sérstaklega hannaðar með tónlist í huga. Þær eru framleiddar eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þær sitji þétt og þægilega. Það er mjög hreinlegt að nota heyrnarvarnirnar og auðvelt að þrífa þær með vatni.

Phonak Music heyrnarvarnirnar hafa þá eiginleika að dempa línulega yfir allt heyrnarsviðið og þannig upplifir notandinn tónlistina eins og áður en við lægri hljóðstyrk.

Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi dempunarsía: 9, 15, 20 eða 25 dB empum. Myndin hér fyrir neðan sýnir dempunina sem þær veita í samanburði við hefðbundna heyrnatappa. Auðvelt að að skipta um síurnar og hægt er að kaupa auka síur ef þörf er á mismunandi dempun við ólík skilyrði.

Phonak Music heyrnarvarnirnar henta öllum tónlistarunnendum, ungum sem öldnum, tónlistarmönnum, hljóðmönnum og aðilum sem starfa við tónleikahald.