Primero DPC+

Heyrnarvörn með virka „active“ dempun og samskiptakerfi fyrir örugg samskipti í miklum hávaða.

Lýsing

Primero DPC+ eru byltingarkennd heyrnartól með virkri (active) heyrnarvörn og tengingarmöguleika við farsíma eða talstöðvar, til notkunar við krefjandi hlustunarskilyrði í mjög miklum hávaða.

Í stað hefðbundins svanaháls hljóðnema, sem staðsettur er við munn notandans, er Primero DPC+ búin hljóðnemum sem sitja í hlustarstykkjatengjunum (earJacks™) og nema þaðan enduróm raddarinnar úr hlustinni. Primero DPC+ virkar vel við hlustunarskilyrði upp að 115 dB (samsvarar stórum rokktónleikum) og tryggir jafnframt áframhaldandi virka dempun við enn meiri hávaða.

Þar sem Primero DPC+ er virk heyrnarvörn, dempar hún í samræmi við hljóðstyrk umhverfisins og er því aðeins virk þegar hljóðstyrkur er skaðlegur. Kerfið hefur því hvorki áhrif á heyrn né stefnuheyrn notandans við aðstæður þar sem hljóðstyrkur yfirstígur ekki skaðleg mörk.

Hlustarstykkjatengi (earjacks™) Primero DPC+ innihalda hátalara og tvo hljóðnema; annar hljóðneminn er staðsettur innan á tengjunum og hinn utan á þeim. Þessir smáu hljóðnemar nema annars vegar rödd notandans og hins vegar umhverfishávaða. Með tækni sem nefnist „Blind Source Separation (BBS)“ er talið aðskilið og hávaðaminnkandi (noise-cancellation) virkni bætt við til að hámarka gæði talsendingar (virkt í umhverfishávaða upp að 115 dB). Bergmál er einnig fjarlægt og saman gerir þetta notanda Primero DPC+ kleift að tala á eðlilegum hljóðstyrk og móttakanda að heyra rödd sendandans skýrt og greinilega.

Í litlum umhverfishávaða er Primero DPC+ heyrnarvörnin „hljóðfræðilega gegnsæ“. Notandinn heyrir öll umhverfishljóð eins og hann væri ekki með neina heyrnarvörn. Þar af leiðandi er engin þörf að fjarlægja heyrnarvörnina úr eyrunum þegar umhverfishávaði minnkar.

  • Heyrnartól með virkri heyrnarvörn til notkunar við krefjandi aðstæður í miklum hávaða
  • Sjálfvirk dempun á skaðlegum hljóðum eins og skothvellum og öðrum skellhljóðum
  • Sendir skýr talskilaboð án þess að umhverfishljóð berist inn í kerfið
  • Eðlileg heyrn við hljóðari aðstæður með möguleika á að stilla styrk umhverfishljóða
  • Í boði eru bæði stöðluð- og sérsmíðuð hlustarstykki (eShells)
  • Samhæfð með ýmsum gerðum talstöðva (sjá samhæfingarlista undir liðnum tæknilegar upplýsingar)


Vörulýsing sem pdf skjal