Phonak Silemo Mini

Nær ósýnileg sérsmíðuð heyrnarvörn með fyrirfram valinni fastri dempun.

Lýsing

Phonak Silemo Mini heyrnarvarnirnar eru framleiddar eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þær sitji þétt og þægilega. Í þeim eru dempunarsíur sem eru sérvaldar eftir heyrn og þörfum hvers og eins og hleypa þær mæltu máli í gegn en dempa skaðleg hljóð.

Phonak Silmeo Mini heyrnarvarnirnar eru mjög látlausar og það fer mjög lítið fyrir henni (nær ósýnilegar í eyrunum) og því er auðvelt að nota þær með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrumhöfuðbúnaði. Það er mjög hreinlegt að nota heyrnarvarnirnar og auðvelt að þrífa þær með vatni.

Hægt er að velja um þrjár mismunandi tegundir af dempunarsíum (sjá töflu í vörulýsingu sem pdf hér fyrir neðan).

Phonak Silmeo Mini heyrnarvarnirnar henta vel í skrifstofuumhverfi eða öðrum hreinlegum vinnustöðum eða við tómstundir.

Ef þarfir varðandi dempun breytast og þörf er áminni eða meiri dempun þá er hægt að skipta um dempunarsíur.