Phonak Audéo Infinio
Láttu þér líða betur
Að heyra snýst ekki einungis um eyrun heldur einnig um heilann. Heyrnin er mikilvæg til að við náum tengingu við umhverfi okkar, upplifum öryggi og til að okkur líði vel í mismunandi aðstæðum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða fylgni milli bættrar heyrnar, aukinna vitrænna hæfileika og aukinna félagslegra samskipta.
Audéo Infinio heyrnartækin auðvelda þér að heyra í krefjandi hlustunaraðstæðum. Tækin eru forrituð með gervigreind til að greina og aðlagast umhverfisaðstæðum svo þú getir einbeitt þér betur að samræðum.
- Ný extra hraðvirk ERA örflaga sem færir stafræna vinnslu á hærra stig er varðar hljóðgæði.
- Aukinn talskilningur og minni áreynsla við hlustun leiðir til minni þreytu í lok dags.
- Alhliða tengimöguleikar með Bluetooth®.
- Samhæft CROS heyrnartækjum fyrir einhliða heyrnarskerðingu.
Með myPhonak smáforritinu (app) sem er á íslensku getur þú síðan aukið á talfókusinn og fínstillt tækin í rauntíma ef þér finnst þörf á því.
Audéo Infinio heyrnartækin parast við myPhonak snjallsímaforritið og gerir notendum heyrnartækjanna kleift að sérsníða heyrnarupplifun sína.
Í myPhonak snjallsímaforritinu er hægt að fylgjast með hleðslunni á rafhlöðunum í heyrnartækjunum, stilla og stjórna hljóðstyrk tækjanna og sérsníða hljóðið að þörfum hvers og eins. Einnig er hægt að búa til sérsniðin stilliforrit.
Fjarþjónusta „Remote Support“. Hægt er að fjarstilla heyrnartækin í gegnum myPhonak snjallsímaforritið í rauntíma í gegnum myndbandssamtal.
Hægt er að nota heyrnartækin sem handfrjálsan búnað við síma og annan Bluetooth® búnað og sem heyrnartól.
Audéo Infinio heyrnartækin geta tengst fleiri Bluetooth® tækjum en nokkur önnur heyrnartæki á markaðnum og eru ekki eingöngu bundin við OS eða Android. Hin nýja extra hraðvirka ERA örflagan veitir stöðuga tengingu í handfrjálsu samtali og tvöfaldar fjarlægðina sem tækin geta streymt.
- Hægt að para allt að átta Bluetooth® tæki og geta tvö tæki verið tengd samtímis.
- Skiptir á áreiðanlegan hátt á milli hljóð- og streymisspilunar.
- Koma með innbyggðum RogerDirect™ móttakara til að bæta heyrnarskilyrði enn frekar í hávaða og fjarlægð.
Með því að slá létt á eyrað „tab-control“ er hægt að svara í símann eða slíta samtali. Hljóðnemar heyrnartækjanna eru notaðir til að nema tal notanda heyrnartækjanna í símtali.
Roger er þráðlaus tækni frá Phonak sem sendir tal beint til Audéo Infinio heyrnartækja sem auðveldar verulega heyrn þegar kemur að hljóði í fjarlægð og í hávaða.
Audéo Infinio heyrnartækin henta allt frá vægri til mikillar heyrnarskerðingar.
Audéo Infinio heyrnartækin koma í fjórum mismunandi útfærslum og fást í 11 mismunandi litum.
Hjá Heyrðu er hægt er hægt að fá heyrnartæki lánuð til prufu í þrjár vikur, endurgjaldslaust.
Verð frá x-x með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Verð frá x-x án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Nánar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og aðra styrki.