FYRIRTÆKIÐ

Við hjá HEYRÐU leggjum áherslu á að veita góða, faglega og persónulega þjónustu. Við höfum yfirgripsmikla þekkingu sem nýtist við heyrnargreiningu, meðferð á heyrnarkvillum og heyrnarforvörnum.

Saga fyrirtækisins

Fyrirtækið var stofnað árið 2006 í Reykjavík. Fyrstu árin snerist starfsemin um samnorrænar rannsóknir á sviði heyrnar. Frá upphafi hefur það verið eitt megin markmið fyrirtækisins að auka á vitund almennings gagnvart heyrn. Árið 2013 opnaði fyrirtækið starfsstöð í Sigtúni 42.

Þann 1. október 2022 flutti fyrirtækið starfsemi sína í Heilsuklasann að Bíldshöfða 9 í Reykjavík þar sem það er til húsa í dag.

Fyritækið sérhæfir sig í heyrnartengdri þjónustu með áherslu á forvarnir, fræðslu og ráðgjöf. Boðið er upp á sérsniðna þjónustu fyrir tónlistarmenn þar sem megin áhersla er lögð á ítarlega heyrnargreiningu, fræðslu, ráðgjöf og reglulegt eftirlit. Einnig er boðið upp á sérhæfða meðferð við eyrnasuði (tinnitus) og hljóðóþoli.

Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með menntun og sérþekkingu á sviði heyrnar og tæknimála auk háls, nef og eyrnarlæknis. Fyrirtækið vinnur með fjölda sérfræðinga bæði hér á landi sem og erlendis.

Hlutverk og stefna

 • Að veita góða faglega þjónustu og auka á vitund almennings gagnvart heyrninni og mikilvægi þess að vernda hana.
 • Lykiláherslur fyrirtækisins eru ánægðir skjólstæðingar, öflugur mannauður, samfélagsleg ábyrgð og traustur rekstur.
 • Að vera öflugt og leiðandi fyrirtæki í íslensku samfélagi þegar kemur að heyrnartengdri þjónustu.
 • Að vera framsækið fyrirtæki í nýsköpun og þjónustu og hafa ríka samfélagslega ábyrgð.
 • Fagmennska
  • Við leggjum mikla áhersla á gæða og öryggismál.
  • Við höfum metnað og leggjum okkur fram um að veita skjólstæðingum okkar góða þjónustu.
  • Við aukum stöðugt á þekkingu okkar og færni með það að leiðarljósi að gera sífellt betur.
 • Traust
  • Við erum áreiðanleg, sanngjörn og heiðarleg og sýnum ábyrgð í okkar störfum.
  • Við gætum fulls trúnaðar og tryggjum að upplýsingagjöf sé skýr.
 • Virðing
  • Við berum virðingu hvert fyrir öðru og leggjum áherslu og góða samvinnu.
  • Við berum virðingu fyrir skjólstæðingum okkar.
  • Við sýnum samfélagslega ábyrgð í verki.

TÍMABÓKUN / FYRIRSPURN

Vinsamlegast takið fram þá dagsetningu sem óskað er eftir og hvenær tíma dags. Ekki er alltaf hægt að verða við óskum um tíma. Svarpóstur er sendur með tillögu að tíma sem er laus. Til að festa þann tíma þarf að senda svar til baka.