Serenity DPC+

Heyrnarvörn með virka „active“ dempun og samskiptakerfi.

Lýsing

Serenity DPC+ heyrnarvörnin er með virka (active) dempun. Kerfið metur sjálft hljóðstyrk umhverfisins og stillir dempunina með hliðsjón af honum. Kerfið dempar skaðleg hljóð samstundis niður fyrir hættumörk. Hraði kerfissins tryggir að hvell hljóð, t.d. skothvellir, dempast um leið og þau eiga sér stað. Þegar umhverfishljóð fara niður fyrir hættumörk hættir dempunin að vera virk. Notandinn er fullkomlega meðvitaður um hljóðumhverfi sitt, getur tekið þátt í samræðum og greinir öll viðvörunarhljóð án þess að fjarlægja heyrnarvörnina.

Serenity DPC+ samanstendur af hlustarstykkjum (eShells) sem framleidd eru úr slitsterku næloni eftir nákvæmum mátum af eyrum
viðkomandi, hlustarstykkjatengjum (earJacks™) og tengiboxi. Hlustarstykkin er hægt að fá í þremur litum: græn, blá og húðlituð.

Serenity DPC+ hentar því vel einstaklingum sem vinna við aðstæður þar sem hljóðstyrkur er sveiflukenndur/breytilegur. Þær eru tilvaldar fyrir iðnaðarmenn sem þurfa að geta haft samskipti í gegnum síma eða talstöðvar og skotveiðimenn sem þurfa að dempa hávaða frá skothvellinum án þess að skerða möguleika á að greina umhverfishljóð. Þar sem það fer mjög lítið fyrir heyrnarvörninni þá er auðvelt að nota hana með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrum höfuðbúnaði.

Serenity DPC+ eru tilvaldar heyrnarvarnir fyrir einstaklinga með væga heyrnarskerðingu þar sem þær geta aukið umhverfishljóðstyrk um 6 dB.

Serenity DPC+ sameinar virka heyrnarvörn og endingargott samskiptakerfi fyrir farsíma og talstöðvar. Hún hentar vel við erfið hlustunarskilyrði þar sem hljóðstyrkur er breytilegur og öryggi í samskiptum er mikilvægt, svo sem við öryggisgæslu, björgunarstörf, á skotsvæðum, flugvöllum og í iðnaði.

  • Svanaháls hljóðnemi sambyggður með earjack™ hlustarstykkjatenginu
  • Auðveld síma- eða talstöðvarsamskipti í hávaðasömu umhverfi
  • Framúrskarandi talskilningur í hávaðasömu umhverfi
  • Samhæfð við flestar gerðir síma og talstöðva
  • PTT-hnappur (Push-to-talk) sambyggður við stýriboxið (þráðlaus PTT-hnappur er valmöguleiki)
  • Samfelld vörn fyrir heyrnina á meðan á samtali stendur
  • Vegur einungis 113 grömm

Einungis fyrir “Serenity DPC+ / AC talstöð”:

  • Sérsniðin lengd á hálsól og snúrum
  • Sérstakt tengi fyrir talstöðvar
  • Þráðlaus PTT-hnappur


Vörulýsing sem pdf skjal

Go to Top