Þjónusta sniðin að þörfum tónlistarfólks

Meðal tónlistarmanna og aðila innan tónlistariðnaðarins hefur vitund um hættuna á heyrnarskerðingu af völdum of mikils hávaða aukist. Þrátt fyrir það skortir því miður enn á að tónlistarmenn og aðrir innan greinarinnar verndi heyrn sína nægilega.

Við hjá Heyrðu höfum þróað heyrnarþjónustu sem er sérsniðin að þörfum tónlistarmanna, tónlistarkennara og tónlistarnemenda.

  • Megin áherslur þjónustunnar eru að auka á vitund og skilning meðal tónlistarmanna á skaðlegum áhrifum of mikils hávaða á heyrn.
  • Vekja athygli á ákvæðum löggjafar um hljóðstyrk á vinnustöðum.
  • Veita fræðslu um starfsemi eyrans og hvernig eyrað vinnur.
  • Veita ráðgjöf við val á heyrnarvörnum og tryggja rétta notkun þeirra.
  • Veita reglubundið eftirlit með heyrn og endurhæfingaráætlun ef þörf krefur.
  • Draga úr líkum á heyrnarskaða.

Vinnuskilyrði tónlistarkennara geta verið mjög krefjandi hvað varðar hljóðstyrk. Í vissum tilfellum verður hljóðstyrkurinn mjög mikill og getur haft skaðleg áhrif, bæði á heyrn kennara og nemanda.

Það er ekki einungis hljóðstyrkurinn sem skiptir máli heldur einnig tíminn sem viðkomandi dvelur í hávaðasömu umhverfi. Hættan á heyrnarskaða af völdum hávaða eykst því þegar árin líða. Með aðstoð mælibúnaðar og með viðurkenndum aðferðum er hægt að bæta verulega hlustunarskilyrði í rýmum eins og kennslustofum og þannig draga úr hættunni á heyrnarskaða. Þessar aðgerðir draga ekki úr hlustunarmöguleikum kennara eða hafa neikvæð áhrif á samskipti við nemendur.

Við getum hjálpað þér að fylgjast með og stjórna hljóðstyrknum, bæði með réttum búnaði og bestu aðferðunum til að lágmarka líkurnar á skaða, án þess að hafa áhrif á getu þína til að hlusta og hafa eðlileg samskipti við nemendur. Mælir sem fylgist með hljóðstyrknum og sérsmíðaðar heyrnarsíur geta gert gæfumuninn.

Við bjóðum upp á hljóðstyrksmælingar í kennslustofum eða tónleikasölum og setjum saman áætlun fyrir þig og nemendur þína. Í þessu ferli aðstoðum við þig við að auka meðvitund nemenda þinna um skaðleg áhrif of mikils hljóðstyrks á heyrn og á þann hátt gefum við þeim bestu möguleika á að forðast heyrnarskaða í framtíðinni.

Meðal samstarfsaðila okkar má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Menntaskólann í tónlist (MÍT) og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.