Serenity DP+

Heyrnarvörn með virka „active“ dempun sem dregur samstundis styrk skaðlegra hljóða niður fyrir hættumörk.

Flokkur:

Lýsing

Serenity DP+ heyrnarvörnin er með virka (active) dempun. Kerfið metur sjálft hljóðstyrk umhverfisins og stillir dempunina með hliðsjón af honum. Kerfið dempar skaðleg hljóð samstundis niður fyrir hættumörk. Hraði kerfissins tryggir að hvell hljóð, t.d. skothvellir, dempast um leið og þau eiga sér stað. Þegar umhverfishljóð fara niður fyrir hættumörk hættir dempunin að vera virk. Notandinn er fullkomlega meðvitaður um hljóðumhverfi sitt, getur tekið þátt í samræðum og greinir öll viðvörunarhljóð án þess að fjarlægja heyrnarvörnina.

Serenity DP+ samanstendur af hlustarstykkjum (eShells) sem framleidd eru úr slitsterku næloni eftir nákvæmum mátum af eyrum viðkomandi, hlustarstykkjatengjum (earJacks™) og tengiboxi. Hlustarstykkin er hægt að fá í þremur litum: græn, blá og húðlituð.

Serenity DP+ hentar því vel einstaklingum sem vinna við aðstæður þar sem hljóðstyrkur er sveiflukenndur/breytilegur. Þar sem það fer mjög lítið fyrir heyrnarvörnunum þá er auðvelt að nota þær með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrum höfuðbúnaði.

Serenity DP+ er tilvalin heyrnarvörn fyrir einstaklinga með væga heyrnarskerðingu þar sem þær geta aukið umhverfishljóðstyrk um 6 dB.

 • Virk (active) heyrnarvörn sem tekur mið af styrk umhverfishljóða
 • Sjálfvirk dempun allra skaðlegra hljóða (þar með talin “skellhljóð”) niður í skaðlausan hljóðstyrk í eyrum viðkomandi
 • Hljóðnemar og hátalarar í báðum hlustarstykkjum veita góða umhverfismeðvitund, t.d. þegar kemur að staðsetningu á varnarhljóðum
 • Eðlileg heyrn í hljóðu umhverfi
 • Styrkur umhverfishljóða er stillanlegur
 • Snúanleg klemma á stýriboxi
 • Sérsmíðuð slitsterk hlustarstykki (eShells) sem sitja þétt og örugglega í eyrunum, má þvo í þvottavél (upp að 60°C)
 • Einkennisstafir grafnir í hlustarstykkin
 • Stálkúla fyrir málmgreiningartæki (valmöguleiki)
 • Gæðaeftirlit með mælingum á þéttleika og dempun
 • Vegur einungis 61 gramm
 • Taska og hreinsiáhald fylgja

Mögulegt er að uppfæra Serenity DP+ í önnur Serenity kerfi og nota áfram sérsmíðuðu hlustarstykkin (eShells)


Vörulýsing sem pdf skjal

Go to Top