Svefn

Sérsmíðaðir svefntappar fyrir betri svefn og bætt lífsgæði.

Flokkur:

Lýsing

Góður svefn er mikilvægur fyrir líkama og sál. Svefnskortur getur haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans, einbeitingu, minni og námsgetu. Hann getur einnig haft neikvæð áhrif á skap og starfsgetu. Orsakir svefnleysis geta verið margar t.d óreglulegur vinnutími, maki sem hrýtur, hávaðasamir nágrannar eða truflandi hávaði frá bílaumferð.

Svefntapparnir eru úr mjúku ofnæmisprófuðu lífrænu sílikonefni og eru framleiddir eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þeir sitja þétt og þægilega í eyrunum, jafnvel klukkustundum saman.

Svefntapparnir tryggja frið frá óþægilegum hávaða og svefn, hvenær sem er sólarhringsins, án þess þó að einangra notandann algjörlega frá umhverfinu. Notandinn heyrir í dyrabjöllu, vekjaraklukku eða reykskynjara þó tapparnir séu í eyrunum. Það er mjög hreinlegt að nota svefntappana og auðvelt að þrífa þá með vatni.

Hægt er að fá svefntappana í mismunandi litum.

Svefntappana er einnig gott að nota á ferðalögum, þegar ferðast er með rútu, lest eða flugvél og alls staðar þar sem umhverfishávaði er of mikill.

Viðbætur

  • NanoScreen™ Mjúk lakkáferð
  • Silkimött áferð
  • Merking fyrir hægra og vinstra eyra
  • Sérmerking (að hámarki 24 stafir)
  • Handfang
  • Gripþráður (nælon)
Vörulýsing sem pdf skjal
Go to Top