Phonak FreeCom 3000
Lýsing
FreeCom 3000 eru einhliða (einungis á öðru eyranu) heyrnartól með svanaháls hljóðnema fyrir flugmenn.
Þessi einstaklega létta lausn veitir framúrskarandi talgreiningu og skýran flutning á talskilaboðum um leið og hið sérsmíðaða hlustarstykki (eShell), sem er sérsniðið eftir eyra notandans, situr þægilega í eyranu og veitir framúrskarandi hljómgæði.
(Athugið að ólíkt FreeCom 7100, hefur FreeCom 3000 enga innbyggða heyrnarvörn).
Heyrnartólin henta vel í umhverfi þar sem ekki er þörf á sérstakri heyrnarvörn, t.d. í ákveðnum gerðum af þotum og svifflugvélum.
- Framúrskarandi hljómgæði
- Þægileg, sitja vel í eyranu
- Sérsmíðuð hlustarstykki (eShell), samhæft með öllum FreeCom og Serenity lausnum frá Phonak (nema Serenity Classic)
- Svitamyndun, kláði og þrýstingur á höfuð vegna þungra púða hefðbundinna heyrnartóla heyra fortíðinni til
Tengingar:
Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tenginga fyrir FreeCom heyrnartólin sem henta öllum gerðum flugvéla.