Hlustarstykki

Sérsmíðuð „eShells“ og stöðluð „generic“ hlustarstykki til notkunar með sérhæfðu heyrnarvörnunum frá Phonak.

Lýsing

Hlustarstykkin eru með fleti þar sem hlustarstykkjatengjum (earJacks™) er smellt í. Sérsmíðuðu hlustarstykkin (eShells) veita hámarks þægindi þegar kemur að því að vera með heyrnarvarnirnar í eyrunum í langan tíma. Stöðluðu hlustarstykkin er hægt að nota beint úr kassanum. Báðar gerðir er þægilegt að nota undir öryggishjálmum og öðrum öryggis- og höfuðbúnaði og eru alþjóðlega vottaðar þegar þær eru notaðar með sérhæfðum heyrnarbúnaði frá Phonak. Sérsmíðuðu hlustarstykkin er hægt að fá í þremur mismunandi litum: græn, blá og húðlituð.

Sérsmíðuðu hlustarstykkin eru framleidd eftir nákvæmu máti af eyrum notandans og veita fyrsta flokks heyrnarvörn fyrir einstaklinga sem vinna í hávaðasömu umhverfi. Hlustarstykkin eru framleidd með þrívíddar lasertækni. Mát af eyra hvers og eins er skannað inn og forunnið af tæknimanni áður en það fer í framleiðslu. Hlustarstykkin eru hol að innan, slitsterk og framleidd úr sterku næloni sem m.a. er notað við framleiðslu á lækningabúnaði.

Þegar hlustarstykkjatenginu er smellt í hlustarstykkið er eyrað alveg lokað. Aðeins hljóð sem fara í gegnum dempunar eða hljóðnema (Serenity-DP+ / DPC+ / Primero-DPC+) ná til hljóðhimnunnar og þannig veitir búnaðurinn notandanum fullkomna vörn gegn skaðlegum
hljóðum.

  • Framleidd eftir nákvæmum mátum af eyrum notenda
  • Sitja þægilega og þétt í eyrunum
  • Slitsterk, má þvo í þvottavél (allt að 60°C)
  • Skjót og hagkvæm endurframleiðsla
  • Gæðaeftirlit með mælingum á þéttleika og dempun

Stöðluðu hlustarstykkin eru hönnuð til að passa í allar og stærðir af eyrum. Eyrnatöppum úr svampi eða sílikoni er komið fyrir á hlustarstykkinu til að loka hlustinni.

  • Hægt að nota beint úr kassanum
  • Ein stærð fyrir alla, ekki þarf að taka mát af eyrum notenda
  • Vinnuvistfræðileg hönnun
  • Sitja þægilega og detta ekki úr eyrunum
  • Mismunandi tegundir og stærðir á eyrnatöppum og stöðugleikastöngum í boði


Vörulýsing sem pdf skjal

Go to Top