Phonak ShotKiller

Heyrnarvörn fyrir skotveiðimenn með „mekanískri“ dempun.

Lýsing

Phonak ShotKiller eru skotsíur með “mekaniska” síu með dempun upp á u.þ.b. 30 dB. Í boði eru tvær útgáfur. Sú fyrri er sniðin að þörfum veiðimanna og er einungis með “mekanisku” síuna sem gerir viðkomandi kleift að heyra umhverfishljóð. Seinni útgáfan er hugsuð til notkunar á skotsvæðum eða á vinnustöðum þar sem há, hvell hljóð eru til staðar. Í þessari útgáfu er bætt við staðlaðri dempunarsíu sem er sérvalin eftir heyrn viðkomandi, til að bæta heyrn í hávaðasömu umhverfi og hleypa þær mæltu máli í gegn en dempa skaðleg hljóð.

Phonak ShotKiller skotsíurnar eru framleiddar eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þær sitji þétt og þægilega. Það fer mjög lítið fyrir skotsíunum og því er auðvelt að nota þær með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrum höfuðbúnaði. Það er mjög hreinlegt að nota skotsíurnar og auðvelt að þrífa þær með vatni.

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af stöðluðum dempunarsíum fyrir skotsíurnar (sjá töflur í vörulýsingu sem pdf skjal hér fyrir neðan). Hægt er að fá heyrnarvörnina í mismunandi litum.

Ef þarfir varðandi dempun breytast og þörf er á minni eða meiri dempun þá er hægt að skipta um dempunarsíur.