Háls-, nef- og eyrnalæknir

Háls-, nef- og eyrnalæknar greina og meðhöndla sjúkdóma sem tengjast eyrum, nefi, koki, hálsi og höfði. Þeir ávísa lyfjum og framkvæma skurðaðgerðir eftir því sem þörf krefur. Háls-, nef- og eyrnalæknar meðhöndla einnig svima og jafnvægisvandamál.

HELSTU ÞJÓNUSTUSVIÐ:

 • Greining og meðferð kvilla er tengjast eyra, nefi og hálsi.
 • Ávísun lyfja.
 • Tilvísanir.
 • Þegar þörf krefur vísa Háls,- nef- og eyrnalæknar viðkomandi til annarra heilbrigðisstarfsstétta t.d. heyrnarfræðings við meðhöndlun heyrnarskerðingar sem ekki er hægt að meðhöndla með lyfjum eða skurðaðgerð.

HELSTU SÉRSVIÐ:

 • Eyra
  • Eyrnasuð, jafnvægi, eyrnaverkur, eyrnabólgur, aldurstengd heyrnarskerðing, skyndileg heyrnarkskerðing, svimi.
 • Nef
  • Ofnæmi, nefstífla, lykt, öndun, blóðnasir, skútabólga.
 • Kok og háls
  • Krabbamein í barkakýli, munnvatnskirtlar, barkakýli, góðkynja raddsjúkdómar, skjaldkirtill, bakflæði, rödd, krabbamein í eyrum, nefi, koki og hálsi.

TÍMABÓKUN / FYRIRSPURN

Vinsamlegast takið fram þá dagsetningu sem óskað er eftir og hvenær tíma dags. Ekki er alltaf hægt að verða við óskum um tíma. Svarpóstur er sendur með tillögu að tíma sem er laus. Til að festa þann tíma þarf að senda svar til baka.